Reliefband er skráð lækningatæki sem vinnur gegn ógleði.

Til hvers að fá sér Reliefband?

Reliefband er áhrifaríkt og klínískt prófað til að vinna gegn ógleði og uppköstum af eftirfarandi orsökum:

Reliefband kemur til skjalanna

Hættu að óttast ógleðina

Ógleði og uppköst fylgja margvíslegum aðstæðum í lífinu: Prófkvíða, þynnku, lyfjameðferð, meðgöngu, siglingum eða bílferðum. Með Reliefband er hægt að koma í veg fyrir að ógleðin nái yfirhöndinni og stöðva uppköstin.

Forvörn og meðferð

Með Reliefband er hægt að koma í veg fyrir ógleði og uppköst, eða halda aftur af þeim eftir að þau hefjast, eins lengi og þurfa þykir. Tækið vinnur gegn ógleði og uppköstum með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið.

Viðurkennd meðferð við ógleði og uppköstum

Reliefband er skráð sem lækningatæki í flokki II hjá FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og flokki IIa hjá Lyfjastofnun Íslands

Notuð á sjúkrahúsum

Reliefband er eina lækningatækið sem notaðað hefur verið á sjúkrahúsum til að meðhöndla ógleði og uppköst eftir skurðaðgerðir og í krabbameinslyfjameðferð.

Það er engin ástæða til að bíða

Leyfðu Reliefband að létta þér lífið

Reliefband Classic

Útskiptanlegar algengar rafhlöður, 150 tímar í notkun. Fimm styrkstillingar. Túba af ofnæmisprófuðu leiðnigeli (conductivity gel) fylgir. Rafhlöður fylgja.

Ólin á Reliefband Classic er löng og með mörgum götum sem þýðir að tækið hentar jafnt fyrir börn og þá sem eru með breiða/þykka/sterklega handleggi (yfir 19-20 sm í ummál).

Sendingarkostnaður innifalinn – 14 daga skilafrestur 

21.990 kr.

Reliefband Premier

Hleðslurafhlaða, hleðsla endist í 18 tíma. Tíu styrkstillingar. Sýnir stöðu rafhleðslu. Nikkelfríir snertifletir. Túba af ofnæmisprófuðu leiðnigeli (conductivity gel) fylgir. Hleðslukapall fylgir.

Vegna staðsetningar snertiflatarins og sveigjunnar á tækinu hentar Premier ekki ef úlnliðurinn er meira en 19-20 sm í ummál. Fyrir þykka/breiða/sterklega handleggi er betra að velja Reliefband Classic.

Sendingarkostnaður innifalinn – 14 daga skilafrestur

35.990 kr.

Leiðnigel fyrir
Reliefband

Túpa af leiðnigeli fylgir hverju Reliefband tæki og þarf ekki að panta það aukalega við kaup á tækinu. 

Leiðnigelið er nauðsynlegt til að tryggja rétta virkni Reliefband tækjanna. Aðeins þarf að bera örlítinn dropa á úlnliðinn og á hver túpa að duga að jafnaði í 50 skipti.

Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu.

1.790 kr.

Reliefband tækin fást einnig í versluninni Tvö líf í Glæsibæ, Álfheimum 74, svo og aukatúpur af leiðnigeli.

 

Síminn hjá Tvö líf er 517 8500. Opið mán-fös kl. 11-18, lau 11-16.  – tvolif.is

Hvernig virkar Reliefband?

Einkaleyfisvernduð tækni sem rýfur tilfinningu fyrir ógleði, án lyfja eða aukaverkana

Reliefband styðst við einkaleyfisverndaða tækni sem er er klínískt rannsökuð sem vörn gegn ógleði og uppköstum. Reliefband er stafrænt (digital) lækningatæki sem fest er á armband og er búið örvandi elektróðu (rafskauti) sem snýr að úlnliðnum. Með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið (P6) rýfur tækið ógleðiskilaboð frá heilanum til magans. Reliefband vinnur með náttúrulegum hætti og hefur ekki aukaverkanir á borð við svefndrunga eða þurrk í munni sem fylgir ógleðistillandi lyfjum.

Reliefband sendir rafpúlsa sem örva miðtaug sem liggur undir húðinni við úlnliðinn (median nerve - P6).

Boðin sem myndast í miðtauginni berast síðan upp í gegnum taugakerfið til þess hluta heilans sem stýrir ógleði og uppköstum.

Rafpúlsinn hefur endurstillingaráhrif þannig að taugaboðin frá heila til maga verða eðlilegri, sem dregur úr ógleði og flökurleika.

Ítarlegar leiðbeiningar

Notkunarbæklingar

Hvernig notar maður Reliefband?

Notkunarleiðbeiningar

Staðsetning

Rétti staðurinn fyrir tækið er milli sinanna tveggja á öðrum hvorum úlnliðnum á svæði um það bil tvær fingurbreiddir frá úlnliðsrásinni (rákin sem myndast þegar höndin er beygð).

Undirbúningur

Gættu þess að húðin sé hrein. Berðu smádropa af leiðnigelinu á úlnliðinn og dreifðu í hringi þar til þunnt gljáandi lag myndast á stærð við tíu krónu pening.

Stillið af og ræsið

Legðu tækið yfir svæðið sem þú barst leiðnigelið á og hertu ólina þar til tækið liggur þétt að úlnliðnum. Kveiktu á tækinu. Byrjaðu á styrkleika 1 og auktu styrkinn eftir því sem þarf þar til þú finnur fyrir fiðringi eða örvun gegnum miðtaugina niður í lófa og löngutöng. Fiðringurinn á ekki að vera óþægilega mikill.

Eitthvað óljóst?

Hafðu samband

Sendu okkur línu ef þú hefur frekari spurningar varðandi Reliefband.

Scroll to Top